|
Staðan
Ég leit bara hérna inn til að láta vita hvernig staðan er. Við Skrifuðum undir á miðvikudaginn fyrir viku og við höfum orðið okkur úti um flestallt sem okkur vantar, og sluppum reyndar ansi billega frá því! Elfa frænka ætlar að selja okkur sófa á fimmþúsundkall, mér áskotnaðist forláta fataskápur, við fáum elhúsborð fyrir slikk og stóla með, við fáum stofuskáp og hægindastól frá samstarfskonu Gústa og kommóðu frá ömmu hans. Betra verður það ekki! Og mamma keypti handa okkur nýjar ljósakrónur! Við flytjum stóru hlutina um helgina en á pappírunum erum við flutt, við erum nebbla búin að skipta um lögheimili, hugsið ykkur!! Núna á að skrifa Sigrún Vala Þorgrímsdóttir og Þórgnýt Thoroddsen Frakkastíg 19 101 Reykjavík á jólakortin og öll gamaldags bréfin sem þið ætlið að senda okkur ;)
skrifað af Runa Vala
kl: 23:55
|
|
|